fbpx
Laugardagur 23.ágúst 2025
Eyjan

Vægt tekið á ofbeldi

Egill Helgason
Mánudaginn 14. febrúar 2011 10:41

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er talað um að skera upp herör gegn ofbeldi í bænum.

En hluti af vandanum er mikið umburðarlyndi gagnvart ofbeldi í samfélaginu.

Menn sem beita ofbeldi fá mjög væga fangelsisdóma – þeim er hleypt út og þeir ganga lausir meðal okkar.

Þarna er til dæmis mikill munur á því hvernig er tekið á fíkniefnamálum. Fíkniefnadómar eru mjög harðir í þessu landi, það má réttlæta með því að fíkniefni valdi miklu tjóni – en hvað þá með ofbeldi og frelsissviptinguna sem fylgir því?

Ungur maður var í dag leiddur fyrir dómara fyrir að hafa valdið manni örkumlum á nýársnótt. Sagt er að ofbeldismaðurinn hafi stappað á höfði fórnarlambsins, með þeim afleiðingum að hann er hálf blindur á öðru auga, á erfitt með mál og fær mikil höfuðverkjaköst – það sé óvíst með batahorfur.

Ég fletti ofbeldismanninum upp á netinu og þá kom í ljós að 26. nóvember 2010 var hann dæmdur í tveggja og hálfs árs fangelsi í Héraðsdómi Reykjaness fyrir ýmis afbrot, meðal annars fyrir grófan ofbeldisverknað þar sem hann lokaði mann inni í skáp með 400 watta ljósaperu og snöru um hálsinn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Rangt gefið þegar heildsöluverð til hinna minni er hærra en smásöluverðið hjá þeim stóru

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Rangt gefið þegar heildsöluverð til hinna minni er hærra en smásöluverðið hjá þeim stóru
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Orðið á götunni: Verður Sjálfstæðisflokkurinn utan valda í nær öllum helstu sveitarfélögunum?

Orðið á götunni: Verður Sjálfstæðisflokkurinn utan valda í nær öllum helstu sveitarfélögunum?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Segir að ESB-aðild sé engin ógn við sjávarútveginn

Segir að ESB-aðild sé engin ógn við sjávarútveginn
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Nína Richter skrifar: Miðaldra konur í hörtóga á Balí

Nína Richter skrifar: Miðaldra konur í hörtóga á Balí
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Thomas Möller skrifar: Meiri bjartsýni – minni svartsýni

Thomas Möller skrifar: Meiri bjartsýni – minni svartsýni
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Málþæfður minnihluti þarf að átta sig

Málþæfður minnihluti þarf að átta sig
Eyjan
Fyrir 1 viku

Jón hlakkar til að fá tækifæri til að hitta Long – „Hann þykir samt almennt hress“

Jón hlakkar til að fá tækifæri til að hitta Long – „Hann þykir samt almennt hress“
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Inga nýtur sín á Tenerife en er samt í vinnunni – „Ég er ekki ein löggjafinn“

Inga nýtur sín á Tenerife en er samt í vinnunni – „Ég er ekki ein löggjafinn“