fbpx
Laugardagur 23.ágúst 2025
Eyjan

Marie Antoinette

Egill Helgason
Mánudaginn 14. febrúar 2011 09:33

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sjónvarpið sýndi í gær fremur hallærislega mynd um hina ólánsömu drottningu Marie Antoinette. Myndin átti líklega að sýna innantómt líf yfirstéttar – en í raun var það myndin sjálf sem var innantóm.

Vinur minn sendi mér línu og minnti mig á að Marie Antoinette hefði verið gerð betri skil í samnefndu kvæði eftir Hannes Pétursson. Það birtist í Kvæðabók, einni frábærustu ljóðabók sem hefur komið út á íslensku, árið 1955. Það hljómar svo:

Sem úfið haf er þessi mikla þyrping
og þarna sést á vagninn eins og sker.
Hún stendur þögul, horfir yfir hópinn
en hæg og svöl
er morgungolan. Lengra burtu bíður
hin bitra öx í háu gálgatré
og sést yfir múginn.
Hún er þreytt og heyrir
öll hrópin sem úr óramiklum fjarska
buguð af hinni beisku fangadvöl.

Er von hún skilji að allur þessi æsti
óhreini lýður, þetta grimma vopn
sem blikar þarna blóðugt, óseðjandi
sem bölvað skrímsli, sáir dauða og kvöl
sé hvítur draumur hugsuðanna, framtíð
hollari, betri og eina völ

en hitt sem nú skal rifið upp með rótum:
hið rotna stjórnarfar og mikla böl
sé hún, sem yfir hópinn orðlaus starir
hrein og föl.

marie-antoinette-queen-consort-of-louis-xvi

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Rangt gefið þegar heildsöluverð til hinna minni er hærra en smásöluverðið hjá þeim stóru

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Rangt gefið þegar heildsöluverð til hinna minni er hærra en smásöluverðið hjá þeim stóru
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Orðið á götunni: Verður Sjálfstæðisflokkurinn utan valda í nær öllum helstu sveitarfélögunum?

Orðið á götunni: Verður Sjálfstæðisflokkurinn utan valda í nær öllum helstu sveitarfélögunum?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Segir að ESB-aðild sé engin ógn við sjávarútveginn

Segir að ESB-aðild sé engin ógn við sjávarútveginn
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Nína Richter skrifar: Miðaldra konur í hörtóga á Balí

Nína Richter skrifar: Miðaldra konur í hörtóga á Balí
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Thomas Möller skrifar: Meiri bjartsýni – minni svartsýni

Thomas Möller skrifar: Meiri bjartsýni – minni svartsýni
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Málþæfður minnihluti þarf að átta sig

Málþæfður minnihluti þarf að átta sig
Eyjan
Fyrir 1 viku

Jón hlakkar til að fá tækifæri til að hitta Long – „Hann þykir samt almennt hress“

Jón hlakkar til að fá tækifæri til að hitta Long – „Hann þykir samt almennt hress“
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Inga nýtur sín á Tenerife en er samt í vinnunni – „Ég er ekki ein löggjafinn“

Inga nýtur sín á Tenerife en er samt í vinnunni – „Ég er ekki ein löggjafinn“