fbpx
Laugardagur 23.ágúst 2025
Eyjan

Farvegir þjóðarviljans

Egill Helgason
Mánudaginn 14. febrúar 2011 22:53

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það var talað um það á blaðamannafundi um Icesave undirskriftasöfnun í dag að „þjóðin þyrfti að koma að borðinu“.

Og það hefur verið talað um að þingið hafi orðið viðskila við þjóðina. Ólafur Ragnar Grímsson nefndi þetta í viðtali við mig í gær.

Þá er úr vöndu að ráða.

Við búum í fulltrúalýðræði og það er Alþingi sem setur lög. Ríkisstjórn situr í skjóli Alþingis.

Síðan íslenska lýðveldið var stofnað hefur einungis verið haldin ein atkvæðagreiðsla þar sem þjóðin er spurð álits.

Við erum heldur ekkert mikið nær því að fjölga þjóðaratkvæðagreiðslum – eins og stendur eru þær háðar því að forseti neiti að staðfesta lög.

Undirskiftum er safnað gegn Icesave í gríð og erg – takmarkið er að knýja fram þjóðaratkvæðagreiðslu. Hins vegar virðist ekki vera neinn hljómgrunnur fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um Magma málið, jafnvel þótt safnað hafi verið á sjötta tug þúsunda undirskrifta vegna þess.

Það hlýtur að blasa við að finna þurfi farveg þegar þjóðarviljinn er svona andstæður þinginu hvað eftir annað – það virðist líka vera tilfellið hvað varðar fiskveiðistjórnunarkerfið.

Samt heyrir maður sömu menn og vilja að „þjóðin komi að borðinu“ vera algjörlega andsnúna stjórnlagaþingi.

En er endurskoðun stjórnarskrárinnar ekki lykillinn að því að þjóðin geti í framtíðinni haft meiri áhrif í umdeildum málum?

Ólafur Ragnar sjálfur benti á það í viðtalinu í gær að það þyrftu að vera fleiri leiðir til að kalla fram þjóðaratkvæðagreiðslur en fyrir tilverknað forsetans.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Rangt gefið þegar heildsöluverð til hinna minni er hærra en smásöluverðið hjá þeim stóru

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Rangt gefið þegar heildsöluverð til hinna minni er hærra en smásöluverðið hjá þeim stóru
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Orðið á götunni: Verður Sjálfstæðisflokkurinn utan valda í nær öllum helstu sveitarfélögunum?

Orðið á götunni: Verður Sjálfstæðisflokkurinn utan valda í nær öllum helstu sveitarfélögunum?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Segir að ESB-aðild sé engin ógn við sjávarútveginn

Segir að ESB-aðild sé engin ógn við sjávarútveginn
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Nína Richter skrifar: Miðaldra konur í hörtóga á Balí

Nína Richter skrifar: Miðaldra konur í hörtóga á Balí
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Thomas Möller skrifar: Meiri bjartsýni – minni svartsýni

Thomas Möller skrifar: Meiri bjartsýni – minni svartsýni
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Málþæfður minnihluti þarf að átta sig

Málþæfður minnihluti þarf að átta sig
Eyjan
Fyrir 1 viku

Jón hlakkar til að fá tækifæri til að hitta Long – „Hann þykir samt almennt hress“

Jón hlakkar til að fá tækifæri til að hitta Long – „Hann þykir samt almennt hress“
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Inga nýtur sín á Tenerife en er samt í vinnunni – „Ég er ekki ein löggjafinn“

Inga nýtur sín á Tenerife en er samt í vinnunni – „Ég er ekki ein löggjafinn“