Björn Bjarnason segir að hann hefði undireins sagt af sér ef hann hefði verið í sporum Ögmundar Jónassonar.
Er það trúlegt?
Stjórnmál á Íslandi hafa gengið út á að hanga á ráðherrastólum og inni á Alþingi alveg sama á hverju gengur.
Ráðherrar á Íslandi segja hérumbil aldrei af sér.
Nema Albert Guðmundsson sem á sínum tíma var neyddur til afsagnar, Guðmundur Árni Stefánsson sem fór sömu leið, Björgvin G. Sigurðsson sem náði að segja af sér rétt áður en stjórnin sem hann sat í féll – og jú, Ögmundur Jónasson gekk út úr ríkisstjórn en sneri svo aftur.
Ráðherrar á Íslandi líta almennt á ráðherradóminn sem lén sem þeir fá úthlutað fyrir trúmennsku sína við flokksræðið. Þannig umgangast þeir líka völdin sem ráðherrum eru falin – og þess vegna segja þeir ekki af sér.