Nú þegar stjórnmálaferli Silvios Berlusconi er að ljúka – með skömm – má minna á tvær frægar forsíður The Economist.
Blaðið má eiga það að það sá alltaf í gegnum þennan hrapp.
Fyrri forsíðan birtist í apríl 2001, fyrirsögnin var – Hvers vegna Berlusconi er óhæfur til að leiða Ítalíu?
Seinni forsíðan birtist þegara síðara valdaskeið Berlusconis hófst í apríl 2008, fyrirsögnin var tilvitnun í lag eftir Abba – Mamma Mia, nú byrjar það aftur.