fbpx
Mánudagur 15.september 2025
Eyjan

Marion

Egill Helgason
Miðvikudaginn 9. nóvember 2011 19:49

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Aðalpersónan í Einvíginu, nýjustu skáldsögu Arnalds Indriðasonar, heitir Marion Briem.

Það kemur ekki almennilega fram í bókinni hvort Marion er karlkyns eða kvenkyns. Nafnið lætur það ekki uppi – og Arnaldur skrifar sig framhjá því.

Þetta er skemmtilegur leikur af hálfu höfundarins – við ræðum hann aðeins í Kiljunni í kvöld.

Arnaldur er gamall kvikmyndaskríbent og hann hefur ekki þurft að leita langt yfir skammt að nafninu Marion.

Marion Morrison var nefnilega hið raunverulega nafn Johns Wayne, þess erkikarlmennis.

Fræg er sagan af því þegar Wayne var að leika í kvikmyndinni The Alamo ásamt breska leikaranum Laurence Harvey,

Wayne sagði eitthvað á þessa leið:

„Þú labbar eins og stelpa, Larry.“ (You walk like a girl, Larry.)

En Harvey mun hafa svarað að bragði:

„Truflar það þig eitthvað, Marion?“ (Do you have a problem with that, Marion?)

Annars er eitt karlmannsnafn í íslensku sem gæti líka verið kvenkynsnafn ef út í það er farið. Það er nafnið Sturla – sem er nokkuð algengt – og svo er það líka nafnið Órækja sem er ekki notað lengur.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Jón vill breyta þessu við hátíðleg tækifæri – „Þurfum við ekki að taka höndum saman“

Jón vill breyta þessu við hátíðleg tækifæri – „Þurfum við ekki að taka höndum saman“
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Þorsteinn Pálsson skrifar: Ólík viðbrögð við hatri

Þorsteinn Pálsson skrifar: Ólík viðbrögð við hatri
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Vilhjálmur bálreiður út í ríkisstjórnina

Vilhjálmur bálreiður út í ríkisstjórnina
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Thomas Möller skrifar: Stöðugleiki skiptir mestu máli

Thomas Möller skrifar: Stöðugleiki skiptir mestu máli
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Forpokaðir fordómagrísir haldnir forréttindablindu ráðast gegn minnihlutahóp

Orðið á götunni: Forpokaðir fordómagrísir haldnir forréttindablindu ráðast gegn minnihlutahóp
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Okkur hefur mistekist hrapallega á húsnæðismarkaði

Sigmundur Ernir skrifar: Okkur hefur mistekist hrapallega á húsnæðismarkaði
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Blásið til sóknar fyrir alla – ekki bara Range Rover, Benz og Porsche liðið heldur alla

Svarthöfði skrifar: Blásið til sóknar fyrir alla – ekki bara Range Rover, Benz og Porsche liðið heldur alla
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Nína Richter skrifar: Popúlismi er tæki og við erum fólk

Nína Richter skrifar: Popúlismi er tæki og við erum fólk