Líklega eru fáir ráðherrar sem þurfa að verjast fleiri beiðnum um alls konar framkvæmdir og fyrirgreiðslu en innanríkisráðherrann. Hann fer með samgöngumál og einnig málefni sveitarfélaga.
Þess vegna er það merkileg yfirlýsing þegar Ögmundur Jónasson, sá sem gegnir embætti innanríkisráðherra, segir í umræðum i þinginu – eftir að einn harðasti byggðaþingmaðurinn gerir harða hríð að honum:
„Um eitt hef ég sannfærst, það er það að brýnt er að gera Ísland að einu kjördæmi, að við horfum heildstætt á málin, en ekki út frá einu og einu kjördæmi.“