fbpx
Mánudagur 15.september 2025
Eyjan

Grikkland á valdi ólígarka

Egill Helgason
Þriðjudaginn 8. nóvember 2011 10:22

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sagnfræðingurinn Misha Glenny skrifar í Financial Times um það sem hann nefnir hinn raunverulega gríska harmleik.

Það eru ólígarkarnir í Grikklandi, auðmenn sem stjórna viðskipta- og atvinnulífinu.

Glenny segir að þeir hafi brugðist við kreppunni með tvennum hætti, annars vegar með því að flytja peninga úr landi (á fasteignamarkaði í Lundúnum hefur orðið vart við aukið flæði peninga frá Grikklandi) og hins vegar með því að grafa undan Papandreou forsætisráðherra.

Glenny segir að Papandreou sé sá grískur stjórnmálamaður sem hafi einna helst staðið uppi í hárinu á auðræðinu. Auðmennirnir eiga fjölmiðla sem þeir beita miskunnarlaust gegn honum.

Svo segir Glenny – sem er höfundur mikillar bókar um sögu Balkanskaga – að olígarkarnir bíði þess að kaupa grískar ríkiseignir á brunaútsölu.

Hann nefnir einnig að Evrópusambandið hafi verið alltof lint gagnvart útbreiddri spillingu í Grikklandi og á Ítalíu. Það hafi til dæmis liðið algjör yfirráð Berlusconis á ítölsku sjónvarpi og hinn skelfilega klíkuskap sem einkennir grískt atvinnulíf.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Jón vill breyta þessu við hátíðleg tækifæri – „Þurfum við ekki að taka höndum saman“

Jón vill breyta þessu við hátíðleg tækifæri – „Þurfum við ekki að taka höndum saman“
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Þorsteinn Pálsson skrifar: Ólík viðbrögð við hatri

Þorsteinn Pálsson skrifar: Ólík viðbrögð við hatri
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Vilhjálmur bálreiður út í ríkisstjórnina

Vilhjálmur bálreiður út í ríkisstjórnina
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Thomas Möller skrifar: Stöðugleiki skiptir mestu máli

Thomas Möller skrifar: Stöðugleiki skiptir mestu máli
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Forpokaðir fordómagrísir haldnir forréttindablindu ráðast gegn minnihlutahóp

Orðið á götunni: Forpokaðir fordómagrísir haldnir forréttindablindu ráðast gegn minnihlutahóp
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Okkur hefur mistekist hrapallega á húsnæðismarkaði

Sigmundur Ernir skrifar: Okkur hefur mistekist hrapallega á húsnæðismarkaði
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Blásið til sóknar fyrir alla – ekki bara Range Rover, Benz og Porsche liðið heldur alla

Svarthöfði skrifar: Blásið til sóknar fyrir alla – ekki bara Range Rover, Benz og Porsche liðið heldur alla
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Nína Richter skrifar: Popúlismi er tæki og við erum fólk

Nína Richter skrifar: Popúlismi er tæki og við erum fólk