Það er frekar erfitt að skoða þingsályktunartillögu hóps þingmanna úr Sjálfstæðisflokknum um flugvöllinn sem annað en tilraun til að setja Hönnu Birnu Kristjánsdóttur í vandræðalega stöðu.
Flugvöllurinn er ekki beinlínis á leiðinni úr Vatnsmýrinni, málið er sérlega óaktúelt núna.
En þingmennirnir skella fram þessari tillögu þegar fáir dagar eru í landsfund – og fá nokkra framsóknarmenn með sér.
Á meðal þeirra sem leggja fram tillöguna eru Jón Gunnarsson, Árni Johnsen, Illugi Gunnarsson, Tryggvi Þór Herbertsson og Ólöf Nordal.
Hanna Birna er oddviti Sjálfstæðisflokksins í borginni og hefur verið efins um flugvöllinn. Með þessu sýnist manni að sé gerð tilraun til að reka fleyg milli hennar og landsbyggðarinnar.