Hagfræðingurinn frægi Nouriel Roubini skrifar á Twitters:
„The Greek fox (New Democracy party) that raided the chicken coop now claims it wants to guard it again. „Their credibility is dirtier than mud“.
Roubini er að vísa í stjórnmálaflokkinn sem heitir Nea Demokratia á grísku. Flokkurinn vann það afrek að fjölga ríkisstarfsmönnum um 100 þúsund í síðustu valdatíð sinni (það voru mikið til flokksmenn, innvígðir og vildarvinir), falsa gríska ríkisbókhaldið og auka útgjöld ríkisins um 60 prósent.
Kostas Karamanlis, formaður flokksins var settur af í síðustu kosningum, þá tók við Antonis Samaras – en flokkurinn hefur ekkert batnað. Hann þvælist fyrir björgunaraðgerðum, vill ekki taka neina ábyrgð og hugsar um það eitt að komast til valda aftur – setjast aftur við jötuna.