Það er náttúrlega hægt að keyra laun á Íslandi alveg niður í skítinn. Þau eru þegar orðin miklu lægri en í nágrannalöndunum.
Meðan skuldirnar á almenning fá að standa nokkurn veginn óhaggaðar – þenjast reyndar jafnt og þétt út með verðtryggingunni.
Í sumar voru gerðir kjarasamningar þar sem aðeins var reynt að rétta hlut launþega.
Aðalhagfræðingur Seðlabankans er mjög hneykslaður á þessu – hann spyr samtök atvinnurekenda hvernig þeim hafi dottið í hug að gera þetta?
Og útskýrir fyrir okkur að Seðlabankinn hafi neyðst til að hækka vextina til að taka kjarabæturnar af launafólkinu.