fbpx
Mánudagur 15.september 2025
Eyjan

Eru skuldarar „ójafnari“ en innstæðueigendur?

Egill Helgason
Föstudaginn 4. nóvember 2011 10:23

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lesandi síðunnar sendi þessa grein:

— — —

„Hún var athyglisverð greinin sem birtist í Fréttablaðinu í gær eftir ungan mann sem lýsti draum sínum um að eignast hús með garði fyrir börn sín.  Fyrir stóran hóp af fólki á aldrinum 30-45 ára er þetta væntanlega mjög langsóttur draumur.

Verðbólgan sem fékk að leika húsnæðislánin grátt á árunum 2008-2010 hefur þýtt að lánin eru á þessum 3-4 árum búin að hækka sem eflaust nemur 10-15 ára hækkun miðað við eðlilegar væntingar.  Jafnvel meira.  50% verðbólga er staðreynd frá árinu 2005-2011 á sex árum.  Í þeirri greiðsluröð sem maður skrifaði undir þegar tekið var verðtryggt lán á árinu 2004 stóð 2,5% árleg verðbólga.  Út frá því er 50% verðbólga á sex árum ígildi 20 ára verðbólguspá við undirritun lánasamnings.

Það mátti setja gjaldeyrishöft en ekki verðbólguhöft.  Þeir sem áttu innstæður á árunum 2004-2008 þegar hávaxtastefnan var í algleymingi högnuðust ógurlega á hinu háa vaxtastigi.  Þeir sem áttu einhvern pening gátu verið að fá allt að 18% vexti og það án einhverrar bindingar.  Svo héldu vextirnir áfram að tikka og menn gátu verið að næstum tvöfalda höfuðstól á 4-5 árum með svona háu vaxtastigi ár eftir ár, allt í boði þess að menn töldu þá stefnu þurfa að vera í gangi að hafa háa vexti svo stemma mætti við útlánum en spáðu lítið í því að útlánin voru bara í erlendri mynt sem svo reyndust meira eða minna ólögleg.  Þannig að hið vaxtastig hafði engin tilætluð áhrif á þenslu heldur var þenslan í formi lánsfjár erlendis frá.

Þar sem hið háa vaxtastig hafði í raun engin tilætluð áhrif má spyrja sig af hverju var ekki gripið til annarra ráðstafana.  Það var ákveðið að tryggja bankainnstæður með vöxtum og þar með þá vexti sem höfðu verið greiddir á hávaxtatímabilinu.  Í nafni stöðugleika.   En hvað með þá sem voru hinum megin við borðið?   Þeir sem þurftu að upplifa hina miklu verðbólgu og þau áhrif sem hún hefur haft á skuldir.  Að lán hafi hækkað um ígildi 20 ára verðbólgu á 5-6 árum.  Er það sanngjarnt að þessi hópur beri þann skaða algerlega sjálfur?  Af því það að skulda er „verra“ en það að eiga bankainnstæður?  Er skuldari verri en innistæðueigandi og því verðskuldar hann verri örlög?

Gott og vel eins og sumir myndu segja.  Það væru engir vextir ef ekki væru skuldarar.  Vextir myndast vegna þess að einhverjum er lánað.  Ef jafn gríðarlegur forsendubrestur verður á lántöku eins og varð á árunum 2005-2011 má vel ímynda sér að aðilar máls beri a.m.k. hluta af þeim skaðanum.  Að bara annar sitji uppi með skaðann getur ekki talist sanngjörn og eðlileg niðurstaða í samfélagi siðaðra.  Gildir einu hvort það að skulda sé „ógöfugra“ að mati einhverra en það að eiga peninga í banka.  Skuldarar geta ekki talist verðskulda algerlega þá verðbólguhækkun sem varð á 5-6 árum.  Venjulegt fólk hafði ekkert með það að gera að þessi verðbólga varð til.  Hún varð til vegna mistaka, víða.

En eins og Árni Páll segir að þá er ekki ætlunin að ganga lengra.  110% leiðin er snuðið sem stinga á upp í fólk.  Eins og það muni skipta einhverju máli fyrir lítinn hóp að fá kannski 3-5 millj. niðurfelldar.  Bara verðbólga upp á 5-6% mun éta það fljótt og vel upp.  Þessi hópur sem var svo óheppin að vera að kaupa sér húsnæði á þessum árum situr uppi sem einhvers konar fórnarlömb hrunsins.  Allt eigið fé horfið.  Þarf að borga tugi milljóna umfram upphafleg viðmið og á að láta sér það lynda því skuldarar eru verra fólk en þeir sem eiga bankainnstæður.  Það er sú upplifun sem maður hefur af því að lesa fréttir síðustu misseri.  Fólkið verðskuldar þessi örlög fyrir að eiga ekki peninga.

Smátt og smátt mun þessi hópur þó gefast upp.  Selja í þeirri von að losna við skuldirnar áður en þær verða orðnar hærri en markaðsverð.  Margir vilja yfirtaka þessi lán þar sem þá þarf lítið að greiða út.  Menn átta sig ekki á því að 35-50 millj. lán geta hækkað um 1-2 millj. bara í 5-6% verðbólgu eins og nú geysar.  Verði svona verðbólga viðvarandi geta skuldirnar verið orðnar 5-10 millj. hærri en markaðsverð og því gæti orðið ansi erfitt að selja komi sú staða upp að það sé nauðsynlegt.  Þannig er það í raun ekki eftirsóknarvert að kaupa húsnæði með 90-100% áhvílandi lánum í dag.  Þú skuldar fljótlega meira en markaðsverðið því ólíklegt er að það haldist og hækki samhliða skuldunum.

Þetta er erfiður hnútur að leysa.  Þetta snýst á endanum um samfélagslega sátt.  Þessi hópur á þessi örlög ekki skilið.  Skuldari er ekki verra fólk en innstæðueigandi.  Verðbólguhöft er eitthvað sem þarf að skoða.  Að setja hámark á hækkun veðlána á íbúðarhúsnæðum.  Þá sérstaklega ef lán eru yfir 90% eða jafnvel 100% af markaðsverði.  Það er ekki hægt að láta svona stóran hóp af tiltölulega ungu fólki vera í kvíðahnút næstu ár og áratugi bara yfir því að hafa verið svona óheppið að kaupa sér húsnæði á þessum stutta tíma á sinni ævi.  Það er skylda samfélagsins að líta til þessa hóps og koma því til leiðar að hann geti horft til næstu ára og áratuga með þokkalegri bjartsýni.

Það er merkilegt að stjórnmálaflokkar sem kenna sig við jöfnuð skuli eftir sem áður telja að skuldarar þessa lands séu „ójafnari“ en innstæðueigendur.  Skyldu þingmenn hafa hlustað á manninn í Hörpunni á ráðstefnunni í síðustu viku sem benti á að það hefði átt að færa skuldir niður í 70% og breyta rest í eignarhlut í fasteign.  Svona lausnir eru alvöru lausnir, þar sem tekið er á málum af festu og til framtíðar.  Ekkert hálfkák.  Það minnkar kvíðahnúta hjá fólki og það upplifir að samfélagið sé í raun að hjálpa því.  Þær lausnir sem hafa verið í boði hafa verið svo afmarkaðar og jafnvel fáranlegar eins og 110% leiðin að manni hefur fundist þetta vera bara til málamynda, engin alvara að baki.  Hið svokallaða svigrúm banka til niðurfærslu lána er haft sem einhvers konar viðmið.  Hvað eiga bankarnir eftir að hagnast á þessum lánum sem tekin voru á árunum 2004-2008?  Þessi lán hafa hækkað um 50% á 5-6 árum.  Bara vextir af þeirri hækkun eiga eftir að skila bönkunum og lífeyrissjóðum milljörðum á milljarða ofan á komandi áratugum.  Auðvitað verðskulda bankarnir og lífeyrissjóðirnir þann ávinning og skuldararnir verðskulda að greiða þetta fyrir að hafa slysast til að taka þessi lán.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Jón vill breyta þessu við hátíðleg tækifæri – „Þurfum við ekki að taka höndum saman“

Jón vill breyta þessu við hátíðleg tækifæri – „Þurfum við ekki að taka höndum saman“
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Þorsteinn Pálsson skrifar: Ólík viðbrögð við hatri

Þorsteinn Pálsson skrifar: Ólík viðbrögð við hatri
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Vilhjálmur bálreiður út í ríkisstjórnina

Vilhjálmur bálreiður út í ríkisstjórnina
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Thomas Möller skrifar: Stöðugleiki skiptir mestu máli

Thomas Möller skrifar: Stöðugleiki skiptir mestu máli
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Forpokaðir fordómagrísir haldnir forréttindablindu ráðast gegn minnihlutahóp

Orðið á götunni: Forpokaðir fordómagrísir haldnir forréttindablindu ráðast gegn minnihlutahóp
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Okkur hefur mistekist hrapallega á húsnæðismarkaði

Sigmundur Ernir skrifar: Okkur hefur mistekist hrapallega á húsnæðismarkaði
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Blásið til sóknar fyrir alla – ekki bara Range Rover, Benz og Porsche liðið heldur alla

Svarthöfði skrifar: Blásið til sóknar fyrir alla – ekki bara Range Rover, Benz og Porsche liðið heldur alla
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Nína Richter skrifar: Popúlismi er tæki og við erum fólk

Nína Richter skrifar: Popúlismi er tæki og við erum fólk