Einu sinni var sagt í formannskjöri í flokki sem nú heyrir sögunni til að þegar formaðurinn væri hættur að fiska ætti að skipta um karlinn í brúnni.
Það er óvíst hvað núverandi formaður Sjálfstæðisflokksins fiskar, persónulegt fylgi hans er ekki mikið, en flokknum hefur vegnað nokkuð vel í skoðanakönnunum að undanförnu.
Slíkt gæti verið breytingum undirorpið í kosningum – margt bendir til þess að hefðbundnu flokkarnir gætu fengið slæma útreið í kosningum.
Hanna Birna Kristjánsdóttir ákveður að láta slag standa og fer gegn Bjarna Benediktssyni. Það er nákvæmlega enginn málefnamunur á milli þeirra.
Þannig að kosningarnar snúast einungis um persónu formannsins – og hvor er líklegri til að fiska fyrir flokkinn.