fbpx
Mánudagur 15.september 2025
Eyjan

Engin þjóðaratkvæðagreiðsla, endalok Papandreou-veldisins?

Egill Helgason
Fimmtudaginn 3. nóvember 2011 23:58

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Papandreou, forsætisráðherra Grikklands, hefur dregið tillögu sína um þjóðaratkvæðagreiðslu til banka.

Það var ekki þrýstingur frá Evrópusambandinu sem olli þessu, heldur líka algjört upplausnarástand sem greip um sig í grískum stjórnmálum.

Pasok, flokkur Papandreous, gerði uppreisn gegn honum. Fremstur þar var fjármálaraðherrann Evangelos Venizelos – sem margir telja klókasta stjórnmálamann Grikklands um þessar mundir.

Það gerðist líka að hinn nokkuð tækifærissinnaði hægri flokkur, Nea Demokratia, sneri við blaðinu. Flokkurinn – sem var við stjórn þegar gríska krísan hófst – hafði búið sig undir að vera á móti björgunarpakka ESB, en eftir að Papandreou tilkynnti um þjóðaratkvæðagreiðsluna breyttist afstaða Antonis Samaras, leiðtoga flokksins. Papandreou má þá eiga að honum hefur næstum tekist að fá stærsta stjórnarandstöðuflokkinn til að leggjast á árar með björgunaraðgerðunum.

Líklegast er – og kannski er það líka heppilegast – að taki við þjóðstjórn þar sem Pasok og Nea Demokratia starfa saman. Þessir flokkar hafa hingað til verið höfuðandstæðurnar í grískum stjórnmálum, en báðir bera þeir ábyrgð á hinni landlægu spillingu.

Venizelos þykir ekki ólíklegur forsætisráðherra eða þá Samaras, en einnig hefur verið rætt um að fá tæknikrata til að setjast í embættið og þá er helst nefndur Lukas Papademos, fyrrverandi varaforseti Evrópska seðlabankans. Það er erfitt verkefni sem bíður, stórir gjalddagar á skuldum strax í desember og ef björgunarpakkinn fer ekki í gegn er ljóst að gríska ríkið fer í þrot – það líður ekki á löngu áður en það hættir að geta veitt þjónustu sem þykir sjálfsögð eða  staðið skil á launagreiðslum.

Um leið yrði máski endanlega lokið tíma Papandreou fjölskyldunnar í grískum stjórnmálum, en faðir og afi Georgs Papapandreou voru báðir forsætisráðherrar.

Afinn sem líka hét Georg dó í stofufangelsi hjá herforingjastjórninni sem tók völdin 1967, faðirinn Andreas átti öðrum fremur þátt í að móta það Grikkland sem nú er í alvarlegri kreppu, hann var hæfileikaríkur stjórnmálamaður, en í aðra röndina skelfilegur lýðskrumari.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Jón vill breyta þessu við hátíðleg tækifæri – „Þurfum við ekki að taka höndum saman“

Jón vill breyta þessu við hátíðleg tækifæri – „Þurfum við ekki að taka höndum saman“
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Þorsteinn Pálsson skrifar: Ólík viðbrögð við hatri

Þorsteinn Pálsson skrifar: Ólík viðbrögð við hatri
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Vilhjálmur bálreiður út í ríkisstjórnina

Vilhjálmur bálreiður út í ríkisstjórnina
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Thomas Möller skrifar: Stöðugleiki skiptir mestu máli

Thomas Möller skrifar: Stöðugleiki skiptir mestu máli
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Forpokaðir fordómagrísir haldnir forréttindablindu ráðast gegn minnihlutahóp

Orðið á götunni: Forpokaðir fordómagrísir haldnir forréttindablindu ráðast gegn minnihlutahóp
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Okkur hefur mistekist hrapallega á húsnæðismarkaði

Sigmundur Ernir skrifar: Okkur hefur mistekist hrapallega á húsnæðismarkaði
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Blásið til sóknar fyrir alla – ekki bara Range Rover, Benz og Porsche liðið heldur alla

Svarthöfði skrifar: Blásið til sóknar fyrir alla – ekki bara Range Rover, Benz og Porsche liðið heldur alla
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Nína Richter skrifar: Popúlismi er tæki og við erum fólk

Nína Richter skrifar: Popúlismi er tæki og við erum fólk