fbpx
Þriðjudagur 16.september 2025
Eyjan

Gunnar og átthagabókmenntirnar

Egill Helgason
Miðvikudaginn 23. nóvember 2011 01:22

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ég er að lesa mikla ævisögu Gunnars Gunnarssonar rithöfundar sem Jón Yngvi Jóhannsson hefur skráð.

Maður verður vísari um ýmislegt við lesturinn.

Gunnar bjó við kröpp kjör fyrstu árin eftir hann flutti til Danmerkur. Hann fór þangað til að nema í lýðháskólanum í Askov – en líkaði ekki sérlega vel, skólinn var of guðrækilegur fyrir hann.

Gunnar virðist hafa þráð borgaralegt öryggi, því undireins og hann hefur efni á stofnar hann háborgaralegt heimili. Honum er heldur í nöp við bóhemalíf, verður eiginlega skelfingu lostinn yfir uppátækjunum í Hermanni Bang – sem var sérstakur ógnarbíldur góðborgara í Danmörku – og honum mislíkar mjög við Jónas Guðlaugsson skáld sem var óreglusamur og óskilvís.

Jón Yngvi segir að lykillinn að skáldskap Gunnars á fyrstu árunum í Danmörku – hann skrifaði á dönsku og tókst að verða einn fyrsti íslenski atvinnurithöfundurinn – sé í raun ekki að finna á Íslandi. Söguefnin séu kannski íslensk að einhverju leyti, en Gunnar skrifi mjög í anda átthagabókmennta sem voru vinsælar í Danmörku og víðar fyrst á tuttugustu öldinni.

Höfundar þeirra höfðu gjarnan svipaðan uppruna og Gunnar, komu úr sveit og lýstu lífinu þar á dramatískan hátt og náðu að setjast á skáldabekk þar sem áður höfðu fyrst og fremst setið laukar borgarastéttarinnar.

Þetta er áhugaverð bók – og nú held ég áfram að lesa.

Gunnari Gunnarssyni leist ekki á danska hommann og bóheminn Herman Bang. Gunnar vildi röð og reglu, en Bang var maður óreiðunnar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Jón vill breyta þessu við hátíðleg tækifæri – „Þurfum við ekki að taka höndum saman“

Jón vill breyta þessu við hátíðleg tækifæri – „Þurfum við ekki að taka höndum saman“
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Þorsteinn Pálsson skrifar: Ólík viðbrögð við hatri

Þorsteinn Pálsson skrifar: Ólík viðbrögð við hatri
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Vilhjálmur bálreiður út í ríkisstjórnina

Vilhjálmur bálreiður út í ríkisstjórnina
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Thomas Möller skrifar: Stöðugleiki skiptir mestu máli

Thomas Möller skrifar: Stöðugleiki skiptir mestu máli
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Forpokaðir fordómagrísir haldnir forréttindablindu ráðast gegn minnihlutahóp

Orðið á götunni: Forpokaðir fordómagrísir haldnir forréttindablindu ráðast gegn minnihlutahóp
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Okkur hefur mistekist hrapallega á húsnæðismarkaði

Sigmundur Ernir skrifar: Okkur hefur mistekist hrapallega á húsnæðismarkaði
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Blásið til sóknar fyrir alla – ekki bara Range Rover, Benz og Porsche liðið heldur alla

Svarthöfði skrifar: Blásið til sóknar fyrir alla – ekki bara Range Rover, Benz og Porsche liðið heldur alla
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Nína Richter skrifar: Popúlismi er tæki og við erum fólk

Nína Richter skrifar: Popúlismi er tæki og við erum fólk