fbpx
Mánudagur 15.september 2025
Eyjan

Ljósmyndir Edgrens, Andri, Hallgrímur, Guðmunda og Steinar Bragi

Egill Helgason
Miðvikudaginn 2. nóvember 2011 19:02

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í Kiljunni í kvöld fjöllum við um nýútkomna bók með ljósmyndum eftir Emil Edgren. Hann var hermaður á Íslandi í stríðinu og tók ljósmyndir sem nú eru komnar á bók eftir skemmtilegum krókaleiðum. Bókin nefnist Dagbók frá veröld sem var, en Edgren er enn á lífi í hárri elli og býr í Kaliforníu. Við rýnum í bókina og skoðum nokkra staði í Reykjavík og Hafnarfirði þar sem Edgren tók ljósmyndir sínar með aðstoð Silju Aðalsteinsdóttur og Eggerts Þórs Bernharðssonar.

Guðmundur Andri Thorsson kemur í þáttinn og segir frá nýútkominni bók eftir sig sem nefnist Valeyrarvalsinn.

Við förum í heimsókn til Guðmundu Elíasdóttur söngkonu, en nú er verið að endurútgefa fræga ævisögu hennar, Lífsjátningu, sem Ingólfur Margeirsson skráði fyrir þremur áratugum.

Páll Baldvin og Kolbrún fjalla um tvær nýjar skáldsögur: Konu við 1000 gráður eftir Hallgrím Helgason og Hálendið eftir Steinar Braga.

Bragi talar um ýmislegt smálegt, þar koma meðal annars við sögu Halldór Laxness, Sjón og mæðgurnar Ásgerður Júníusdóttir og Guðrún Guðlaugsdóttir og íslenskir embættismenn.

Emil Edgren, ljósmyndari í seinni heimstyrjöldinni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Jón vill breyta þessu við hátíðleg tækifæri – „Þurfum við ekki að taka höndum saman“

Jón vill breyta þessu við hátíðleg tækifæri – „Þurfum við ekki að taka höndum saman“
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Þorsteinn Pálsson skrifar: Ólík viðbrögð við hatri

Þorsteinn Pálsson skrifar: Ólík viðbrögð við hatri
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Vilhjálmur bálreiður út í ríkisstjórnina

Vilhjálmur bálreiður út í ríkisstjórnina
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Thomas Möller skrifar: Stöðugleiki skiptir mestu máli

Thomas Möller skrifar: Stöðugleiki skiptir mestu máli
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Forpokaðir fordómagrísir haldnir forréttindablindu ráðast gegn minnihlutahóp

Orðið á götunni: Forpokaðir fordómagrísir haldnir forréttindablindu ráðast gegn minnihlutahóp
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Okkur hefur mistekist hrapallega á húsnæðismarkaði

Sigmundur Ernir skrifar: Okkur hefur mistekist hrapallega á húsnæðismarkaði
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Blásið til sóknar fyrir alla – ekki bara Range Rover, Benz og Porsche liðið heldur alla

Svarthöfði skrifar: Blásið til sóknar fyrir alla – ekki bara Range Rover, Benz og Porsche liðið heldur alla
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Nína Richter skrifar: Popúlismi er tæki og við erum fólk

Nína Richter skrifar: Popúlismi er tæki og við erum fólk