fbpx
Mánudagur 15.september 2025
Eyjan

Járnveggurinn

Egill Helgason
Miðvikudaginn 2. nóvember 2011 11:52

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Maður verður sífellt meira forviða yfir því hversu viti firrtir stjórnendur Ísraelsríkis virðast vera – og hvernig þeir hafa Bandaríkjastjórn í taumi.

Nú er samþykkt á vettvangi Sameinuðu þjóðanna – með lýðræðislegum hætti – að Palestína fái inngöngu í UNESCO, menningar- og þróunarstofnun SÞ.

Þá bregst Ísraelsstjórn við með því að frysta skattgreiðslur sem hafa verið innheimtar fyrir Palestínu og hraða byggingu stórra landránsbyggða í Austur-Jerúsalem.

Þessi ákvörðun SÞ er semsagt notuð sem skálkaskjól fyrir frekari nýlendukúgun.

Annars þarf þetta kannski ekki að koma svo á óvart. Ein merkasta bók sem hefur verið rituð um Ísrael heitir Járnveggurinn og er eftir sagnfræðinginn Avi Shlaim. Nafnið á bókinni vísar í þá stefnu stjórnvalda í Ísrael að beita Palestínumenn ávallt ítrustu hörku – koma fram við þá eins og maður sitji bak við vegg úr járni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Jón vill breyta þessu við hátíðleg tækifæri – „Þurfum við ekki að taka höndum saman“

Jón vill breyta þessu við hátíðleg tækifæri – „Þurfum við ekki að taka höndum saman“
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Þorsteinn Pálsson skrifar: Ólík viðbrögð við hatri

Þorsteinn Pálsson skrifar: Ólík viðbrögð við hatri
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Vilhjálmur bálreiður út í ríkisstjórnina

Vilhjálmur bálreiður út í ríkisstjórnina
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Thomas Möller skrifar: Stöðugleiki skiptir mestu máli

Thomas Möller skrifar: Stöðugleiki skiptir mestu máli
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Forpokaðir fordómagrísir haldnir forréttindablindu ráðast gegn minnihlutahóp

Orðið á götunni: Forpokaðir fordómagrísir haldnir forréttindablindu ráðast gegn minnihlutahóp
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Okkur hefur mistekist hrapallega á húsnæðismarkaði

Sigmundur Ernir skrifar: Okkur hefur mistekist hrapallega á húsnæðismarkaði
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Blásið til sóknar fyrir alla – ekki bara Range Rover, Benz og Porsche liðið heldur alla

Svarthöfði skrifar: Blásið til sóknar fyrir alla – ekki bara Range Rover, Benz og Porsche liðið heldur alla
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Nína Richter skrifar: Popúlismi er tæki og við erum fólk

Nína Richter skrifar: Popúlismi er tæki og við erum fólk