fbpx
Mánudagur 15.september 2025
Eyjan

Deiglumenn gegn krónunni

Egill Helgason
Miðvikudaginn 2. nóvember 2011 23:47

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tveir (fyrrum) ungir sjálfstæðismenn eru komnir í hörku herferð gegn íslensku krónunni.

Þórlindur Kjartansson, fyrrverandi formaður SUS, skrifar á vef Deiglunnar og segir að krónan sé dýr fimmaurabrandari sem útheimti girðingar kringum íslenskt viðskiptalíf.

Pawel Bartozsek setur færslu inn á vefin PaBaMap.com þar sem má sjá skrautlegt línurit sem sýnir hvernig krónan hefur fallið gagnvart dönsku krónunni.

Pawel komst reyndar býsna nálægt því að kveðja Sjálfstæðisflokkinn í pistli í Fréttablaðinu í síðustu viku þegar hann skrifaði:

„Það er vel hægt að hugsa sér fleiri hugmyndafræðilega samstæða flokka inni á íslenska stjórnmálasviðinu. Kannski vantar umhverfisverndarflokk sem er meira grænn en rauður? Kannski ættu frjálshyggjumenn að bjóða fram? Eða hópar tengdir mótmælendum? Ég hefði síðan ekkert á móti Evrópusinnuðum hægriflokki. Sjálfstæðisflokkurinn er vitanlega ekki Evrópusinnaður, hann er líklegast ESB-skeptískari en oft áður. Það er þannig séð ekki útilokað að deila flokki með fólki sem er ósammála manni um ESB. En það þarf tvo til. Sé yfirgnæfandi meirihluti fólks í einhverjum samtökum á því að maður eigi ekki samleið með því, þá á maður líklegast ekki samleið með því.“

Pawel Bartozsek birtir þetta línurit sem sýnir þróun íslensku krónunnar gagnvart þeirri dönsku. Á öðru grafi lætur Pawel línurnar hreyfast þannig að þetta verður ennþá myndrænna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Jón vill breyta þessu við hátíðleg tækifæri – „Þurfum við ekki að taka höndum saman“

Jón vill breyta þessu við hátíðleg tækifæri – „Þurfum við ekki að taka höndum saman“
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Þorsteinn Pálsson skrifar: Ólík viðbrögð við hatri

Þorsteinn Pálsson skrifar: Ólík viðbrögð við hatri
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Vilhjálmur bálreiður út í ríkisstjórnina

Vilhjálmur bálreiður út í ríkisstjórnina
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Thomas Möller skrifar: Stöðugleiki skiptir mestu máli

Thomas Möller skrifar: Stöðugleiki skiptir mestu máli
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Forpokaðir fordómagrísir haldnir forréttindablindu ráðast gegn minnihlutahóp

Orðið á götunni: Forpokaðir fordómagrísir haldnir forréttindablindu ráðast gegn minnihlutahóp
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Okkur hefur mistekist hrapallega á húsnæðismarkaði

Sigmundur Ernir skrifar: Okkur hefur mistekist hrapallega á húsnæðismarkaði
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Blásið til sóknar fyrir alla – ekki bara Range Rover, Benz og Porsche liðið heldur alla

Svarthöfði skrifar: Blásið til sóknar fyrir alla – ekki bara Range Rover, Benz og Porsche liðið heldur alla
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Nína Richter skrifar: Popúlismi er tæki og við erum fólk

Nína Richter skrifar: Popúlismi er tæki og við erum fólk