Það var eftirminnilegasti atburðurinn á landsfundi Sjálfstæðisflokksins 2009 þegar Davíð Oddsson kom í pontu og talaði um skýrslu endurreisnarnefndar flokksins. Hann tætti hana í sig og eftir það heyrðist ekki mikið um skýrsluna.
Nú liggja fyrir landsfundi tillögur um lýðræðisvæðingu í flokknum frá svokallaðri framtíðarnefnd sem Kristján Þór Júlíusson hefur leitt.
Og viðbrögð fyrrverandi formanns eru á eina bókina.
Hann skrifar í leiðara Morgunblaðsins að þarna sé flokkurinn að „apa eftir öpunum“.