Það er stundum talað um hillbillies og óheflaða framkomu þeirra, nokkuð sem við þekkjum úr ótal amerískum bíómyndum.
En dæmið um drenginn sem fór á sjóinn með föður sínum og þremur dónum er langt umfram flest sem maður hefur séð í þá veru.
Og þetta var í sjóferð frá Suðurnesjum.
Það sem vekur samt mesta athygli eru hinir vægu dómar sem gerendurnir fá, jú þeir eru dæmdir í þriggja mánaða, tveggja mánaða og fjörutíu og fimm daga fangelsi – en það er allt skilorðsbundið.