Öldungurinn Robert Z. Aliber, sérfræðingur í efnahagsbólum, sagði í Silfri Egils í vetur að hann þyrði að veðja aleigunni – og peningum barna og barnabarna – á að kínverska hagkerfið myndi lenda í ógöngum á næstunni.
Það er í gangi einhver furðuleg mýta um að Kínverjar skipuleggi hlutina mjög langt fram í tímann. Hér á síðunni hefur margsinnis verið bent á að þetta sé ekki allskostar rétt – það er ekkert í sögu Kína frá því löngu áður en keisaradæmið féll sem bendir til þess að Kínverjar séu sérlega forsjálir.
Nú fullyrðir Alþjóða gjaldeyrissjóðurinn að kínverska hagkerfið sé í hættu vegna óábyrgrar lánastarfsemi og ofurþenslu á húsnæðismarkaði – sem er aftur að leiða til fallandi húsnæðisverðs. Ýmislegt bendir semsagt til þess að kínverska bólan sé að springa.