fbpx
Þriðjudagur 16.september 2025
Eyjan

Ekki sambærilegt

Egill Helgason
Þriðjudaginn 15. nóvember 2011 11:37

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nú hefur verið gert samkomulag milli Rithöfundasambands Íslands og bókaútgefenda um útgáfu bóka á rafrænu formi.

Íslenskar rafbækur (er þetta gott orð?) ættu semsagt að fara að líta dagsins ljós.

Um daginn keypti ég mér Kindle lestölvu frá Amazon.

Ég hef aðallega notað hana til að lesa óútgefnar bækur sem mér eru sendar – það er hægt að færa skjöl á pdf. formi yfir á lestölvuna. Þetta er mun þægilegra en að lesa í venjulegri tölvu eða að hafa flóandi allt í kringum sig bókarhandrit á lausum blöðum.

En þarna finnst mér notagildi lestölvunnar enda.

Mér finnst í raun hundleiðinlegt að lesa bækur á þessu formi. Ég líki því ekki saman við að hafa í höndunum bók sem er fallega prentuð á pappír. Lestrarupplifunin er ekki sú sama – en hins vegar gæti lestölvan haldið áfram að nýtast mér til að lesa handrit og skjöl sem tengjast vinnu minni. Jú, og kannski sparar hún mér mikinn bókaburð milli landa.

Í gær stóð ég frammi fyrir vali:

Ég gat pantað nýja bók eftir höfund sem ég hef mætur á frá Amazon annað hvort á rafrænu formi eða í formi bókar.

Ég hugsaði mig um smástund og pantaði bókina – hún kemur eftir nokkra daga og ég hugsa mér gott til glóðarinnar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Jón vill breyta þessu við hátíðleg tækifæri – „Þurfum við ekki að taka höndum saman“

Jón vill breyta þessu við hátíðleg tækifæri – „Þurfum við ekki að taka höndum saman“
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Þorsteinn Pálsson skrifar: Ólík viðbrögð við hatri

Þorsteinn Pálsson skrifar: Ólík viðbrögð við hatri
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Vilhjálmur bálreiður út í ríkisstjórnina

Vilhjálmur bálreiður út í ríkisstjórnina
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Thomas Möller skrifar: Stöðugleiki skiptir mestu máli

Thomas Möller skrifar: Stöðugleiki skiptir mestu máli
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Forpokaðir fordómagrísir haldnir forréttindablindu ráðast gegn minnihlutahóp

Orðið á götunni: Forpokaðir fordómagrísir haldnir forréttindablindu ráðast gegn minnihlutahóp
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Okkur hefur mistekist hrapallega á húsnæðismarkaði

Sigmundur Ernir skrifar: Okkur hefur mistekist hrapallega á húsnæðismarkaði
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Blásið til sóknar fyrir alla – ekki bara Range Rover, Benz og Porsche liðið heldur alla

Svarthöfði skrifar: Blásið til sóknar fyrir alla – ekki bara Range Rover, Benz og Porsche liðið heldur alla
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Nína Richter skrifar: Popúlismi er tæki og við erum fólk

Nína Richter skrifar: Popúlismi er tæki og við erum fólk