fbpx
Þriðjudagur 16.september 2025
Eyjan

Ákveðin tímamót

Egill Helgason
Þriðjudaginn 15. nóvember 2011 22:33

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það eru merkir hlutir uppi í orkumálunum.

Forstjóri Landsvirkjunar fullyrðir að arðsemiskrafa Landsvirkjunar hafi verið alltof lág. Þarna er náttúrlega verið að tala um raforkuverð til stjóriðju – hún gleypir megnið af framleiðslu Landsvirkjunar.

Raforkuverðið þarf að hækka, segir Hörður Arnarson, og bætir við að þessi auðlind beri ekki nafn með rentu.

Á sama tíma birtir Kastljós upplýsingar á skýrslu sem hefur verið unnin á vegum Reykjavíkurborgar og lýsir slæmum rekstri Orkuveitu Reykjavíkur í aðraganda hrunsins. Meðal þess sem er tekið fyrir eru orkusölusamningar vegna Hellisheiðarvirkjunar og Hverahlíðavirkjunar sem eru sagðir bera vott um áhættusækni og fyrirhyggjuleysi.

Í báðum tilvikum er verið að fara yfir vinnubrögð sem þóttu nánast sjálfsögð til skamms tíma – að það væri ekkert mál að færa stóriðjufyrirtækjum orkuauðlindir nánast á silfurfati. Þetta eru ákveðin tímamót.

Þeir voru reyndar til á sínum tíma sem bentu á að arðsemin af Kárahnjúkavirkjun væri alltof lítil eins og Landsvirkun hefur nú staðfest, en þeir voru fáir og strjálir og margir sem þóttust vita þetta voru hræddir við að tjá sig í því andrúmslofti sem þá ríkti í samfélaginu.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Jón vill breyta þessu við hátíðleg tækifæri – „Þurfum við ekki að taka höndum saman“

Jón vill breyta þessu við hátíðleg tækifæri – „Þurfum við ekki að taka höndum saman“
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Þorsteinn Pálsson skrifar: Ólík viðbrögð við hatri

Þorsteinn Pálsson skrifar: Ólík viðbrögð við hatri
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Vilhjálmur bálreiður út í ríkisstjórnina

Vilhjálmur bálreiður út í ríkisstjórnina
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Thomas Möller skrifar: Stöðugleiki skiptir mestu máli

Thomas Möller skrifar: Stöðugleiki skiptir mestu máli
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Forpokaðir fordómagrísir haldnir forréttindablindu ráðast gegn minnihlutahóp

Orðið á götunni: Forpokaðir fordómagrísir haldnir forréttindablindu ráðast gegn minnihlutahóp
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Okkur hefur mistekist hrapallega á húsnæðismarkaði

Sigmundur Ernir skrifar: Okkur hefur mistekist hrapallega á húsnæðismarkaði
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Blásið til sóknar fyrir alla – ekki bara Range Rover, Benz og Porsche liðið heldur alla

Svarthöfði skrifar: Blásið til sóknar fyrir alla – ekki bara Range Rover, Benz og Porsche liðið heldur alla
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Nína Richter skrifar: Popúlismi er tæki og við erum fólk

Nína Richter skrifar: Popúlismi er tæki og við erum fólk