Það vekur athygli að hin nýja kommúnistabók Hannesar Hólmsteins Gissurarsonar kemur út undir nafni Almenna bókafélagsins – bókina prýðir meira að segja hið gamla merki félagsins.
Sú var tíð að Almenna bókafélagið keppti við Mál og menningu um yfirráðin í bókaútgáfunni – og hugmyndabaráttuni. Svo fór Almenna bókafélagið á hausinn og síðar leið Mál og menning undir lok – bæði þessi merki enduðu inni í stóru bókaforlagi sem Björgólfur Guðmundsson átti um tíma.
Mál og menning er ennþá til sem deild innan Forlagsins, en eigendur Bókafélagsins svokallaðs náðu að kaupa merki Almenna bókafélagsins út úr þrotabúi Ólafsfells, félags Björgólfs.
Hins vegar er það Forlagið sem enn mun eiga gamlan lager Almenna bókafélagsins.