Af grein Hönnu Birnu Kristjánsdóttur sem birtist í Morgunblaðinu í gær má ráða að hún telur sig vera frambjóðanda almennings í formannskjöri í Sjálfstæðisflokknum.
Hún talar um að aukið traust sé forsenda þess að Sjálfstæðisflokkurinn nái að sigra í kosningum, það gerist með því að flokkurinn hafi hag almennings að leiðarljósi. Hún nefnir þetta svo ítrekað í greininni – að flokkurinn þurfi að tala fyrir almannahagsmunum.
Í þessu hlýtur að felast að Bjarni Benediktsson sé þá frekar fulltrúi einhvers sem er ekki almannahagsmunir – sérhagsmuna? Elítunnar?