fbpx
Mánudagur 15.september 2025
Eyjan

Sérstaða Íslands

Egill Helgason
Þriðjudaginn 1. nóvember 2011 09:34

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Steingrímur Hermannsson mun eitt sinn hafa sagt eitthvað á þá leið að venjuleg hagfræðilögmál giltu ekki á Íslandi. Þá var mikið hlegið. Seinna voru hörðustu andstæðingar Steingríms reyndar farnir að stjórna samkvæmt svipuðum hugmyndum – Davíð Oddsson virðist líka hafa trúað þessu innst inni.

Síðar komu erlendir sérfræðingar og bentu Íslendingum á að allt væri að fara til fjandans hjá þeim.

Þá var svarað að þeir skildu ekki íslenska hagfræði – þeir þyrftu helst á endurmenntun að halda.

Í síðustu viku töluðu hér nokkrir af frægustu hagfræðingum í heimi, Nóbelsverðlaunahafar og prófessorar við virtustu háskólastofnanir. Þeir voru á einu máli um að íslenska verðtryggingin væri skaðleg, það hefðu verið mistök að taka upp þetta kerfi, nauðsynlegt væri að losna við það sem fyrst – hún héldi aftur af efnahagsbatanum. Þeir sem stóluðu mest á verðtrygginguna yrðu að taka á sig skell – eins og aðrir í samfélaginu.

En þá koma aftur upp sömu raddirnar – þeir fatta þetta ekki, er sagt. Kerfið hérna er ofvaxið skilningi þeirra – sérstaða Íslands lætur ekki að sér hæða.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Jón vill breyta þessu við hátíðleg tækifæri – „Þurfum við ekki að taka höndum saman“

Jón vill breyta þessu við hátíðleg tækifæri – „Þurfum við ekki að taka höndum saman“
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Þorsteinn Pálsson skrifar: Ólík viðbrögð við hatri

Þorsteinn Pálsson skrifar: Ólík viðbrögð við hatri
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Vilhjálmur bálreiður út í ríkisstjórnina

Vilhjálmur bálreiður út í ríkisstjórnina
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Thomas Möller skrifar: Stöðugleiki skiptir mestu máli

Thomas Möller skrifar: Stöðugleiki skiptir mestu máli
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Forpokaðir fordómagrísir haldnir forréttindablindu ráðast gegn minnihlutahóp

Orðið á götunni: Forpokaðir fordómagrísir haldnir forréttindablindu ráðast gegn minnihlutahóp
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Okkur hefur mistekist hrapallega á húsnæðismarkaði

Sigmundur Ernir skrifar: Okkur hefur mistekist hrapallega á húsnæðismarkaði
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Blásið til sóknar fyrir alla – ekki bara Range Rover, Benz og Porsche liðið heldur alla

Svarthöfði skrifar: Blásið til sóknar fyrir alla – ekki bara Range Rover, Benz og Porsche liðið heldur alla
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Nína Richter skrifar: Popúlismi er tæki og við erum fólk

Nína Richter skrifar: Popúlismi er tæki og við erum fólk