DV hefur mikið fjallað um einelti gegn börnum undanfarið – og á heiður skilið fyrir það.
Víða í skólakerfinu er unnið samkvæmt svokallaðri Olweusar-áætlun gegn einelti. Hún er kennd við sænskan uppeldisfræðing, Dan Olweus.
Það sem mér hefur sýnst varðandi þessa er að of mikil áhersla sé lögð á að þolandinn eigi einhverja sök í staðinn fyrir að litið sé á hann sem hreint fórnarlamb. Það er reynt að sætta þann sem beitir ofbeldinu og þann sem verður fyrir því. Þetta getur gengið í sumum tilvikum, en oft er hætta á því að það sé þolandinn sem sitji uppi með skömmina.
Því sá sem verður fyrir einelti upplifir oft djúpa skömmustutilfinningu – hvað er að mér spyr hann?
Einelti á aldrei að umbera, og Olweusar-aðferðin tekur það fram, en það þarf að taka fastar á gerendunum, ofbeldismönnunum, og þá er líka nauðsyn að foreldrar þeirra sem beita eineltinu fái að heyra af því og skilji að ábyrgðin liggur líka hjá þeim.