Nicolas Sarkozy og Barak Obama virðast vera góðir vinir.
Þeir voru að tala saman á G20 fundinum um daginn og áttuðu sig ekki á því að hljóðnemarnir sem þeir báru væru opnir.
Sarkozy sagði um Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísraels.
„Ég þoli hann ekki, hann er lygari.“
Og Bandaríkjaforsetinn svaraði:
„Ert þú búinn að fá nóg af honum? Ég þarf að eiga við hann á hverjum degi!“