Ég hitti mann um daginn, stórfróðan um sjávarútveg. Meðal þess sem hann benti mér á var að Samherji, það mikla útgerðarveldi, væri nánast orðið erlent félag með starfsemi á Íslandi. Mestur partur umsvifa þess væri erlendis. Og ef maður skoðar heimasíðu Samherja má sjá að fyrirtækið er að sönnu alþjóðlegt – þar segir að sjötíu prósent veltunnar komi vegna erlendra umsvifa og eignarhalds í fyrirtækjum í útlöndum. Kortið er af heimasíðunni, þið getið smellt til að sjá það betur.