Umfjöllun Helga Seljan um hinn geðsjúka Snæbjörn Sigurbjörnsson og hrakninga hans minnir okkur á grundvallaratriði.
Það er stærsti og mesti mælikvarðinn á gæði samfélaga hvernig er komið fram við þá sem minna mega sín, sjúka, fatlaða, fátæka, ósjálfbjarga gamalmenni, börn.
Sums staðar er sjúku fólki vísað út á guð og gaddinn, nasistar skirrðust ekki við að taka geðfatlað fólk af lífi, en við lifum sem betur fer í heimshluta og á tíma þar sem mannúðin er sterk.
En það má alltaf gera betur.