Silfur Egils verður að talsverðu leyti helgað ráðstefnunni miklu sem haldin var í Hörpu á fimmtudaginn.
Við heyrum í Nóbelsverðlaunahafanum Paul Krugman, Willem Buiter sem er aðalhagfræðingur Citybank en var áður prófessor við London School of Economics – hann skrifaði fræga skýrslu um íslenska hagkerfið áður en það hrundi – Simon Johnson, sem er prófessor við MIT, Jóni Daníelssyni sem starfar við LSE og Nemat Shafik, aðstoðarframkvæmdastjóra Alþjóða gjaldeyrissjóðsins.
Þetta fólk ræðir bæði um ástandið á Íslandi og alþjóðlega – þau eru fjarri því sammála um allt, en það er forvitnilegt að heyra sjónarmið þeirra.