fbpx
Mánudagur 15.september 2025
Eyjan

Plan B í Bretlandi

Egill Helgason
Laugardaginn 29. október 2011 21:09

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er víðar að lagt er fram plan B en á Íslandi.

Hundrað breskir hagfræðingar skrifa opið bréf til Georges Osborne fjármálaráðherra og hvetja hann til að hverfa frá efnahagsstefnu ríkisstjórnarinnar.

Atvinnuleysi hefur ekki verið meira í Bretlandi í sautján ár og hagvöxtur er nánast enginn.

Hagfræðingarnir leggja til að horfið sé frá niðurskurði svo hægt sé að vernda störf hjá hinu opinbera, að gert sé átak til að skapa ný „græn“ störf, bætur séu hækkaðar til að koma auknu fé í hendur þeirra sem hafa lágar tekjur svo eftirspurn aukist í hagkerfinu.

Þeir stinga upp á að lagður sé á skattur á fjármagnsflutninga –  en á móti sé lögð aukin áhersla á hugvit og tækni. Þeir leggja til að stofnaður verði breskur fjárfestingabanki sem örvi fjárfestingar í húsnæði, samgöngum og á sviði endurnýjanlegrar orku.

Efstur á lista hagfræðinganna er Ha-Joon Chang, prófessor í hagfræði við Cambridge háskóla. Hann er höfundur frábærrar bókar sem nefnist 23 Things They Don´t Tell You About Capitalism þar sem hann flettir ofan af alls kyns goðsögnum um hagkerfið og hagfræðina.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Þorsteinn Pálsson skrifar: Ólík viðbrögð við hatri

Þorsteinn Pálsson skrifar: Ólík viðbrögð við hatri
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Stefnuræða forsætisráðherra: Biður fólk um að gæta orða sinna

Stefnuræða forsætisráðherra: Biður fólk um að gæta orða sinna
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Thomas Möller skrifar: Stöðugleiki skiptir mestu máli

Thomas Möller skrifar: Stöðugleiki skiptir mestu máli
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Hálf öld frá því að miðillinn sem öllu breytti hóf göngu sína

Hálf öld frá því að miðillinn sem öllu breytti hóf göngu sína
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Nína Richter skrifar: Popúlismi er tæki og við erum fólk

Nína Richter skrifar: Popúlismi er tæki og við erum fólk
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Þorsteinn Pálsson skrifar: Utanríkispólitík stjórnarandstöðunnar

Þorsteinn Pálsson skrifar: Utanríkispólitík stjórnarandstöðunnar