Ég hef lengi sagt að Lilja Mósesdóttir ætti tækifæri á að stofna stjórnmálaflokk í kringum sig.
Á landsfundi Vinstri grænna á Akureyri tóku hún og Atli Gíslason skrefið til fulls og sögðu sig úr VG.
Lilja segist ætla áfram á þingi og leiða nýtt stjórnmálaafl sem berjist fyrir rétttlæti, eins og það er orðað.
Nýr flokkur þarf auðvitað að staðsetja sig í mörgum málum – og það er kannski fyrst og fremst spurning hvort flokkur af þessu tagi myndi aðallega höfða til óánægðra kjósenda VG eða hvort hann hafi víðari skírskotun. Það er oft vandamál við flokksstofnanir af þessu tagi að það drífur af fólk með ýmsar hugmyndir, en svo verður það óánægt þegar það fær ekki ítrustu kröfum sínum framgengt.