fbpx
Mánudagur 15.september 2025
Eyjan

Af Betri Reykjavík

Egill Helgason
Laugardaginn 29. október 2011 19:58

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Pétur Þorsteinsson, fyrrverandi skólastjóri á Kópaskeri, skrifar blogg á vef DV þar sem hann vekur athygli á hugmynd sem hann bar upp á Betri Reykjavík. Þetta er hin merkasta tillaga sem fjallar um réttindi útigangsfólks. Pétur skýrir hana með þessum hætti:

„Á undanförnum árum hefur heilbrigðisástandi útigangsfólks; drykkjufólks og annarra fíkla hrakað. Síðasta vetur urðu nokkrir úti á götum borgarinnar. HIV grasserar meðal sprautunotenda og veikari og veikari einstaklingar leita til heilbrigðisþjónustunnar. Útskúfun þessa fólks úr mannlegu félagi er alvarlegt mannréttindabrot. Nauðsynlegt er að koma upp neyðarskýlum fyrir fólk sem ekki er tilbúið til að hætta neyslu og veita því eðlilega heilbrigðis- og sálfræðiþjónustu, án kröfu um bindindi.“

Nokkrar umræður hafa spunnist um tillöguna á vef DV, meðal annars má lesa þennan póst frá Markúsi Óskarssyni:

„Ég bý í Miami, Bandaríkjunum þar sem göturnar grassera af útigangsfólki. Þó svo ég hafi ekki mikla meðaumkun með fólki sem skemmir eigið líf. Og mér finnst óþarfi að vera eyða peningum í að reyna breyta persónu sem vill það ekki. Þá þætti mér miður að sjá götur Reykjavíkur líkjast götunum hérna úti. Maður missir manngæsku sína gagnvart þessu fólki með tímanum og horfir á þau eins og plágu frekar enn manneskjur. Þó það sé sárt að segja það þá hefur samúð mín gagnvart mannkyninu minnkað með því að búa hérna og horfa uppá þetta. Mér finnst það hræðilegt og vill allra síst sjá Íslendinga færast nær þessum ómannúðlega kapítalisma sem ríkir hérna í Bandaríkjunum. Þar sem heilsugæsla og skóli er viðskipti enn ekki mannréttindi. Ef við leyfum okkur að líta framhjá þessu fólki og horfa uppá þau deyja á götum úti þá smám saman minnkar manngæska okkar gagnvart fólki sem á um sárt að binda og við færumst nær þessum ískalda veruleika Ameríku. Sem á alls ekki heima á okkar fallega óspillta landi. Kapítalismi banka og stjórnmálamanna okkar hefur nú þegar lagt ævilangar skuldir á herðar okkar og barna okkar, ekki viljum við að mannslífið verði einnig einskis virði heima á Íslandi, sérstaklega þar sem við erum svo fá að við getum enn stjórnað þessu.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Þorsteinn Pálsson skrifar: Ólík viðbrögð við hatri

Þorsteinn Pálsson skrifar: Ólík viðbrögð við hatri
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Stefnuræða forsætisráðherra: Biður fólk um að gæta orða sinna

Stefnuræða forsætisráðherra: Biður fólk um að gæta orða sinna
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Thomas Möller skrifar: Stöðugleiki skiptir mestu máli

Thomas Möller skrifar: Stöðugleiki skiptir mestu máli
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Hálf öld frá því að miðillinn sem öllu breytti hóf göngu sína

Hálf öld frá því að miðillinn sem öllu breytti hóf göngu sína
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Nína Richter skrifar: Popúlismi er tæki og við erum fólk

Nína Richter skrifar: Popúlismi er tæki og við erum fólk
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Þorsteinn Pálsson skrifar: Utanríkispólitík stjórnarandstöðunnar

Þorsteinn Pálsson skrifar: Utanríkispólitík stjórnarandstöðunnar