fbpx
Mánudagur 15.september 2025
Eyjan

Tveir ræðumenn

Egill Helgason
Föstudaginn 28. október 2011 19:24

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tveir leiðtogar úr íslenskum samtíma vöktu athygli á ráðstefnunni um efnahagsmál í Hörpu í gær – þeir koma hvor úr sinni fylkingu.

Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, var í umræðuhópi með Nóbelsverðlaunahafanum Paul Krugman og vakti athygli fyrir að hleypa hinum fræga hagfræðingi helst ekki að.

Gylfi hélt ógnarlanga ræðu og í umræðum á eftir setti hann líka á langar tölur meðan tíminn brann upp og fundargestir störðu í örvæntingu á klukkur sínar.  Það má þó virða honum til vorkunnar að fyrirspyrjendur úti í sal beindu spurningum sínum fremur til hans en Krugmans!

Svo var það Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri SA – hann talaði vissulega ekki jafnlengi og Gylfi, en það vakti athygli að hann var mun jákvæðari á þróun íslensks efnahagslífs í hópi hinna lærðu hagfræðinga en þegar hann tekur þátt í umræðum á vegum atvinnurekenda.

Varð einhverjum galgopanum að orði að Vilhjálmur minnti á Yasser Arafat, leiðtoga Palestínumanna.

Arafat var oft mjög herskár þegar hann ávarpaði sitt fólk í Ramallah, en svo var það allt annar og friðsamari maður sem birtist heiminum þegar hann talaði á alþjóðavettvangi.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Þorsteinn Pálsson skrifar: Ólík viðbrögð við hatri

Þorsteinn Pálsson skrifar: Ólík viðbrögð við hatri
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Stefnuræða forsætisráðherra: Biður fólk um að gæta orða sinna

Stefnuræða forsætisráðherra: Biður fólk um að gæta orða sinna
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Thomas Möller skrifar: Stöðugleiki skiptir mestu máli

Thomas Möller skrifar: Stöðugleiki skiptir mestu máli
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Hálf öld frá því að miðillinn sem öllu breytti hóf göngu sína

Hálf öld frá því að miðillinn sem öllu breytti hóf göngu sína
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Nína Richter skrifar: Popúlismi er tæki og við erum fólk

Nína Richter skrifar: Popúlismi er tæki og við erum fólk
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Þorsteinn Pálsson skrifar: Utanríkispólitík stjórnarandstöðunnar

Þorsteinn Pálsson skrifar: Utanríkispólitík stjórnarandstöðunnar