fbpx
Mánudagur 15.september 2025
Eyjan

Ekki raunhæft að ljúka viðræðum fyrir kosningar

Egill Helgason
Þriðjudaginn 25. október 2011 09:58

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jóhanna Sigurðardóttir er enn að tala um að ljúka viðræðum við Evrópusambandið fyrir kosningar sem á að halda ekki síðar en í snemma vors 2013.

Æ fleiri koma fram og segja að þetta sé ómögulegt, þeir hafa báðir lýst þeirri skoðun í Silfri Egils Eríkur Bergmann Einarsson, einn helsti sérfræðingur okkar um ESB, og Þorsteinn Pálsson sem situr í samninganefndinni.

Jóhanna er að líkindum fallin á tíma með þetta – en hún er ekki farin að viðurkenna það.

Inn í þetta spilar náttúrlega pólitík hér heima og hagsmunir Samfylkingarinnar. Hún er eini flokkurinn sem er heill að baki umsóknarinnar og gæti skapað sér vígstöðu í kosningum vegna þessa, þótt nær öruggt virðist að aðildin verði felld. Innifalin er sú hugmynd að Sjálfstæðisflokkurinn gæti lent í vandræðum í þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB, fylkingarnar í flokknum riðlast verulega.

Það getur samt enginn haldið því fram að þetta sé góður tími til að semja við Evrópu. Mikið uppnám ríkir vegna evrunnar – það er öldugis óvíst um framhald evrusamstarfsins. Það er reyndar nokkuð grunnfærið að benda bara á Grikkland þegar talað er um Evrópu, því í sambandinu eru líka Norðurlöndin, Holland, Þýskaland – og svo Eystrasaltslöndin sem eru að koma betur út úr efnahagskreppunni en á horfðist. En það breytir því ekki að óvissan er mikil – og stjórnendur helstu ríkja Evrópu eru ekki að sýna mikla leiðtogahæfileika.

ESB er stærsta mál Samfylkingarinnar, en kannski þarf hún að átta sig á að það er erfitt að hraða umsóknarferlinu á þessum tíma, þegar ástandið í Evrópu er eins og það er og fylgið við Evrópusambandsaðild dræmt hér heima. Það gæti hugsanlega verið ráð að fara hægt – bíða aðeins og sjá.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Þorsteinn Pálsson skrifar: Ólík viðbrögð við hatri

Þorsteinn Pálsson skrifar: Ólík viðbrögð við hatri
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Stefnuræða forsætisráðherra: Biður fólk um að gæta orða sinna

Stefnuræða forsætisráðherra: Biður fólk um að gæta orða sinna
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Thomas Möller skrifar: Stöðugleiki skiptir mestu máli

Thomas Möller skrifar: Stöðugleiki skiptir mestu máli
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Hálf öld frá því að miðillinn sem öllu breytti hóf göngu sína

Hálf öld frá því að miðillinn sem öllu breytti hóf göngu sína
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Nína Richter skrifar: Popúlismi er tæki og við erum fólk

Nína Richter skrifar: Popúlismi er tæki og við erum fólk
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Þorsteinn Pálsson skrifar: Utanríkispólitík stjórnarandstöðunnar

Þorsteinn Pálsson skrifar: Utanríkispólitík stjórnarandstöðunnar