Jón Gnarr hitti forsvarsmenn Sjóræningjaflokksins þýska. Flokkurinn náði miklum árangri í kosningum í Berlín fyrir skemmstu.
Flokkurinn er runnin úr þeirri einkennilegu hugmynd að höfundaréttur gildi ekki, að það eigi að vera heimilt að dreifa efni á netinu eins og hver vill.
Þeir sem semja tónlist, skrifa bækur, gera kvikmyndir eða þróa hugbúnað eiga ekki að fá að njóta þess.
Sjóræningjaflokkurinn var talsvert ræddur á bókasýningunni í Frankfurt og voru fæstir hrifnir. Hugmyndir eins og þessar eru ógnun við alvöru útgáfu á bókum – ekki síður en öðrum hugverkum.
Á þeim tíma voru reyndar fréttir í þýskum fjölmiðlum um að nokkrir meðlimir Sjóræningjaflokksins hefðu áður verið liðsmenn í NPD, flokki nýnasista.