Það er voða erfitt að halda því fram að ráðning Páls Magnússonar til Bankasýslu ríkisins hafi ekki pólitíska hlið.
Páll var aðstoðarmaður viðskiptaráðherra á tímanum þegar bankar voru einkavæddir. Allt það ferli hefur síðan verið dregið mjög í efa – ekki síst hvernig Búnaðarbankanum var úthlutað til sérvalinna manna sem tengdust Framsóknarflokknum.
Það hefði líka verið hægt að ráða Halldór Ásgrímsson í Bankasýsluna – og styðja það með alls kyns rökum að hann væri hæfastur.
En pólitískt séð hefði ráðningin verið ómöguleg.