Ég stundum horft með skelfingu á gervigrasvelli þar sem börn eru að spila.
Maður veit að það er hrækt í vellina, þangað berast alls kyns óþrif – og í suma vellina er sett kurl úr gúmmídekkjum.
Það er sýkingarhætta ef börnin detta – eins og komið hefur fram í fréttum síðustu daga – og rykið sem þyrlast upp getur ekki annað en verið óhollt.
Nú er vakin athygli á þessu máli – um þetta var borin fram fyrirspurn á Alþingi síðastliðinn vetur og þá var rætt um að gera úrbætur.