Lizstomania er stórkoslega ósmekkleg kvikmynd eftir Ken Russell sem líka gerði ósmekklegar myndir um Tsjaikovskí og Mahler.
Lisztomania á að fjalla um tónskáldið og píanóleikarann Franz Liszt og þarna koma við sögur persónur eins og Wagner, Cosima, kona hans og dóttir Lizsts, Chopin og George Sand.
Russell hafði áður gert Tommy, rokkóperuna með tónlist The Who, og Lisztomania er undir greinilegum áhrifum frá henni. Roger Daltrey leikur Liszt og Ringo Starr leikur páfann, en einnig má sjá Rick Wakeman í litlu hlutverki.. Í myndinni heldur Lizst tónleika fyrir skrækjandi táningsstelpur og sængar hjá ótal hjákonum með risastórt phallusar-tákn í bakgrunni.
Þetta er allt fáránlega smekklaust – Russell var eiginlega kapítuli út af fyrir sig í þeirri deild – og ekki er þessari mynd mikið hampað í dag, en atriði úr myndinni má sjá hérna.
Því skal svo bætt við að á morgun eru liðin 200 ár frá fæðingu Liszts. Hann var stórkostlegt tónskáld og á auðvitað betra skilið en þetta.