fbpx
Mánudagur 15.september 2025
Eyjan

Alcoa og alvaran

Egill Helgason
Föstudaginn 21. október 2011 09:26

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tilkynning Alcoa um að fyrirtækið hyggðist ekki byggja álver á Bakka kom löngu eftir að það var í raun hætt við. Það er sagt að lítil alvara hafi verið að baki þessum áformum síðan 2008.

Þetta lítur semsagt út fyrir að hafa verið langdregið sjónarspil – sem hefði mátt binda endi á fyrir löngu.

Þegar þetta var loks blásið endanlega af nú í vikunni var sagt að Alcoa hefði ekki getað fengið nógu gott orkuverð.

Í Fréttablaðinu í dag er rætt við Hörð Arnarson, forstjóra Landsvirkjunar, sem segir að Alcoa hafi ekki fengist til viðræðna um orkuverðið þrátt fyrir óskir þar um.

Hörður segir ennfremur að Alcoa hafi viljað fá orkuna afhenta innan fimm ára, en Landsvirkjun hafi talið tólf ár vera lágmark – enda þurfi að byggja jarðhitavirkjanir upp hægt og með gát.

Að auki er ljóst að þau lánakjör sem Landsvirkjun býðst eru verri en áður – og það kallar aftur á hærra orkuverð og meiri varfærni.

En það er dæmigert fyrir skotgrafahernaðinn í íslenskri pólitík að menn skuli reyna að nota þetta mál til að búa til læti í stað þess að sameinast um að finna skynsamleg not fyrir orkuna nyrðra – en það felur líka í sér að taka verður tillit til náttúruverndarsjónarmiða. Það er ekki hægt að ráðast bara á háhitasvæði með skóflur og bora.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Þorsteinn Pálsson skrifar: Ólík viðbrögð við hatri

Þorsteinn Pálsson skrifar: Ólík viðbrögð við hatri
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Stefnuræða forsætisráðherra: Biður fólk um að gæta orða sinna

Stefnuræða forsætisráðherra: Biður fólk um að gæta orða sinna
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Thomas Möller skrifar: Stöðugleiki skiptir mestu máli

Thomas Möller skrifar: Stöðugleiki skiptir mestu máli
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Hálf öld frá því að miðillinn sem öllu breytti hóf göngu sína

Hálf öld frá því að miðillinn sem öllu breytti hóf göngu sína
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Nína Richter skrifar: Popúlismi er tæki og við erum fólk

Nína Richter skrifar: Popúlismi er tæki og við erum fólk
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Þorsteinn Pálsson skrifar: Utanríkispólitík stjórnarandstöðunnar

Þorsteinn Pálsson skrifar: Utanríkispólitík stjórnarandstöðunnar