Sigrún Davíðsdóttir fjallar í Spegilspistli um Boris Berezovsky og Roman Abramovitjs fund þeirra á veitingahúsinu Nobu í London, ólígarka og hvernig kaupin gerðust á eyrinni í Rússlandi í upphafi þessarar aldar – í því sem má kalla villta austrið.
Þess má geta að ég hef einu sinni komið á Nobu. Það var til að snæða hádegismat fyrir nokkrum árum.
Og hver skyldi hafa setið á næsta borði nema Berezovsky?
Það var merkilegt að fylgjast með manninum. Hann ók sér stöðugt til af innri spennu – var sífellt að gefa konu sem var með honum fyrirmæli og grípa farsímann til að hringja stutt símtöl eða senda skilaboð. Það var nánast eins og hann væri með skrifstofu sína á þessum stað.