Hugsjónamennirnir sem starfa undir heitinu Íbúar – sjálfseignastofnun tóku við flottum verðlaunum í franska utanríkisráðuneytinu á Quai d’Orsay á fimmtudaginn. Þau nefnast The World eDemocracy Awards.
Þeir félagarnir hafa smíðað vefi eins og Betri Reykjavík og Skuggaþing sem hafa nýst vel í uppbyggilegri umræðu á netinu. Betri Reykjavík sló algjörlega í gegn fyrir síðustu borgarstjórnarkosningar, þá voru 25 þúsund notendur að vefnum.
Þessi lýðræðistól þeirra eru farin að breiðast út – þau hafa meðal annars verið notuð í Grikklandi og standa öllum til boða. Það viðmót nefnist Your Priorities.
Nánar má lesa um þetta á vef Íbúa.