fbpx
Mánudagur 15.september 2025
Eyjan

Kraftur hugmyndanna

Egill Helgason
Laugardaginn 15. október 2011 09:49

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er merkilegt að koma á bókasýninguna í Frankfurt.

Þarna eru 170 þúsund fermetrar lagðir undir hugmyndir.

Við Íslendingar virðumst eiga voða erfitt með að skilja verðmæti sem ekki eru dregin úr sjó, ganga á fjórum fótum eða eru brædd við háan hita.

Þarna snýst allt um hugvit. Og þarna er hugvitið gert að söluvöru, því þetta er fyrst og fremst risastórt markaðstorg.

Það er verslað með bækur og útgáfurétt, en líka allt sem tengist bókum – og þetta tengist allt upplifun, upplifuninni sem fólk fær við bóklestur.

Hún getur að einhverju leyti breyst, það er óvíst hvernig framtíð bóklestrar lítur út. Í einum skálanum er sýnt hvernig Gutenberg fór að þvi að prenta bækur – hann gerði það í Mainz ekki hér langt frá – en í öðrum skála snýst allt um rafbækur.

Þarna eru líka bókahönnuðir, leturgerðarmenn, myndskreytar – það er meira að segja sérdeild fyrir innréttingar í bókabúðir – það er sérstök deild fyrir margvísleg almanök og bás með spaugilegum bókastoðum. Svo eru vísindabækur, kennslubækur, ferðahandbækur, allt sem nöfnum tjáir að nefna í útgáfu.

Það er sagt að 300 þúsund gestir komi á sýninguna, sýnendur munu vera 7800 talsins. Þarna eru stór forlög og agnarsmá, en líka menn að selja kristileg – já, og íslömsk – smárit.

Það ægir öllu saman, en maður finnur kraft hugmyndanna – á Íslandi var eitt sinn sagt að bókvitið yrði ekki í askana látið. Það er ekki allskostar rétt.

Við Íslendingar erum svo á sérstökum stað vegna þess að eini auðurinn sem við berum með okkur í gegnum söguna eru bækur. Á Íslandi eru engir kastalar eða gotneskar kirkjur, engar merkar rústir, engir fjársjóðir, engin gömul málara- eða höggmyndalist, það voru ekki samin nein ódauðleg tónverk – það er bókmenningin sem fylgdi okkur, gerði okkur að því sem við erum, og reynist okkur feikilega verðmæt.

 

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Þorsteinn Pálsson skrifar: Ólík viðbrögð við hatri

Þorsteinn Pálsson skrifar: Ólík viðbrögð við hatri
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Stefnuræða forsætisráðherra: Biður fólk um að gæta orða sinna

Stefnuræða forsætisráðherra: Biður fólk um að gæta orða sinna
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Thomas Möller skrifar: Stöðugleiki skiptir mestu máli

Thomas Möller skrifar: Stöðugleiki skiptir mestu máli
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Hálf öld frá því að miðillinn sem öllu breytti hóf göngu sína

Hálf öld frá því að miðillinn sem öllu breytti hóf göngu sína
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Nína Richter skrifar: Popúlismi er tæki og við erum fólk

Nína Richter skrifar: Popúlismi er tæki og við erum fólk
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Þorsteinn Pálsson skrifar: Utanríkispólitík stjórnarandstöðunnar

Þorsteinn Pálsson skrifar: Utanríkispólitík stjórnarandstöðunnar