fbpx
Fimmtudagur 21.ágúst 2025
Eyjan

Sambærilegt?

Egill Helgason
Sunnudaginn 9. janúar 2011 23:38

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Líklega hefðum við þurft meiri en ekki minni WikiLeka.

Segjum til dæmis að upplýsingum um framferði íslensku bankanna hefði verið lekið út ári fyrr eða tveimur árum fyrr.

Að hefði verið hægt að rjúfa múr þagnar og samþykkis um bankanna.

Það hefði kannski getað breytt atburðarásinni eitthvað – en það hefðu ábyggilega einhverjir kvartað um að lög hefðu verið brotin.

Bjarni Benediktsson telur ekki alvarlegt að Bandaríkjastjórn sé að reyna að komast í tölvupóst íslenskrar þingkonu.

Segir að þetta sé ekki verra en þegar farið var að skoða tölvupósta Geirs Haarde eftir hrunið.

Í öðru tilvikinu er stórveldi að vernda hagsmuni sína sem tengjast meðal annars stríðsrekstri í fjarlægum deildum jarðar – það er verið að reyna að hræða fólk frá því að fjalla um upplýsingar sem stórveldið vill ekki að komi fram. Hræðslutaktíkin er rekin af slíkri hörku að hún nær langt út fyrir landamæri stórveldisins. Það er ótrúlega ósvífið að ætla að fara að seilast í gögn stjórnmálamanns í sjálfstæðu ríki.

Í hinu tilvikinu eru menn að reyna að fá botn í það hvernig ríkisstjórn gat horft upp á hrun heils hagkerfis og valdið þjóðinni ómældu tjóni – að því er virðist án þess að forsætisráðherra og ríkisstjórn aðhefðust neitt af viti.

Sambærilegt? Það er erfitt að sjá það.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Thomas Möller skrifar: Meiri bjartsýni – minni svartsýni

Thomas Möller skrifar: Meiri bjartsýni – minni svartsýni
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Málþæfður minnihluti þarf að átta sig

Málþæfður minnihluti þarf að átta sig
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Svona er pólitíkin að breytast á Íslandi

Sigmundur Ernir skrifar: Svona er pólitíkin að breytast á Íslandi
Eyjan
Fyrir 1 viku

Könnun – Ísland og Evrópusambandið

Könnun – Ísland og Evrópusambandið