Að einhverju leyti er það jákvætt að hagsmunasamtök eins og SI, LÍÚ og Bændasamtökin séu á móti stofnun atvinnuvegaráðuneytis.
Þessir aðilar hafa vanist því að ráðherrar lúti vilja þeirra í einu og öllu, og í sumum tilvikum hafa mörkin milli ráðuneytis og hagsmunasamtaka verið mjög óljós.
Landbúnaðarráðuneytið hefur til dæmis verið eins og deild í Bændasamtökunum – og svipað má segja um hin ráðuneytin.
Stjórnmálaflokkar bæði til hægri og vinstri hafa haft það á stefnuskrá sinni að stofna atvinnuvegaráðuneytið, en kannski nær það ekki í gegn núna vegna pólitísks hráskinnaleiks.
Þetta hefur til dæmis verið túlkað sem árás á Jón Bjarnason, og er þó stjórnarsamþykktin um ráðuneytið eldri en ráðherradómur hans.