fbpx
Fimmtudagur 21.ágúst 2025
Eyjan

Trú og losti

Egill Helgason
Þriðjudaginn 4. janúar 2011 17:06

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kynlífið hefur alltaf verið lykilatriði í trúarbrögðum og þá sérstaklega niðurbæling hvatalífsins.

Við þekkjum munka og aðra trúmenn  á miðöldum sem húðstrýktu sjálfa sig til að ráða niðurlögum líkamslostans.

Frægir eru dýrlingar sem gripu til örþrifaráða gegn kynhvötinni. Símon sat á súlu úti í eyðimörkinni, heilagur Antóníus faldi sig í helli til að forðast ásókn djöfla, kirkjufaðirinn Ágústínus glímdi við kynhvötina og tengdi hana erfðasyndinni – sem hafði geysileg áhrif á viðhorf kirkjunnar til kynlífs – heilagur Benedikt fleygði sér í þyrnirunna þegar lostinn sótti á hann.

Á Íslandi höfðum við okkar stóradóm þar sem syndugt fólk var beitt hroðalegum refsingum – aðallega þó konur.

Heittrúarmúslimar skipa konum að hylja líkama sinn frá hvirfli til ilja svo losti sé ekki vakinn að óþörfu.

Svo það er ekki furða þótt allt sé upp í loft í Krossinum. Það þýðir þó ekki að við þurfum að veita þessum fámenna en háværa söfnuði svona mikla athygli.

BAT94344

Veggmynd frá 1430 þar sem heilagur Benedikt sést fleygja sér í þyrnirunnann fremur en að gefa sig kynhvötinni á vald.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Thomas Möller skrifar: Meiri bjartsýni – minni svartsýni

Thomas Möller skrifar: Meiri bjartsýni – minni svartsýni
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Málþæfður minnihluti þarf að átta sig

Málþæfður minnihluti þarf að átta sig
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Svona er pólitíkin að breytast á Íslandi

Sigmundur Ernir skrifar: Svona er pólitíkin að breytast á Íslandi
Eyjan
Fyrir 1 viku

Könnun – Ísland og Evrópusambandið

Könnun – Ísland og Evrópusambandið