Það stefnir í harðar deilur um kvótakerfið.
Kemur kannski ekki á óvart að hálaunaðir skipstjórnarmenn skipi sér í lið með LÍÚ.
Og það heyrast kunnuglegar raddir, eins og til dæmis frá Sigurði Líndal sem enn einu sinni fer með möntruna um að það sé ekki til neitt sem heiti þjóðareign.
Minnir reyndar helst á eitthvert afbrigði af sértrú.
Því auðvitað eru ótal hlutir í þjóðareign – þótt hægt sé með lagatækni að halda öðru fram.
Því skal samt spáð að lítið sem ekkert verði úr áformum um að breyta kerfinu, ekki fremur en fyrri daginn.
Ástæðan liggur í frægum orðum Napóleons Bónaparte:
„Menn berjast af meiri hörku fyrir hagsmunum sínum en hugsjónum.“