fbpx
Laugardagur 23.ágúst 2025
Eyjan

Eignarhaldsfélögin voru meinið

Egill Helgason
Föstudaginn 28. janúar 2011 21:57

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jón Ásgeir Jóhannesson segir að það hafi verið vitleysa að láta Baug fara á hausinn vegna þess að félagið hafi átt góð fyrirtæki.

Að hálfu leyti er þetta rétt hjá honum. Sum fyrirtækin voru og eru ágæt.

Vandinn var nefnilega eignarhaldsfélögin, en ekki fyrirtækin sem þau eignuðust. Bónus verður hægt að reka áfram og Stöð 2 og Icelandic. Eins er um Icelandair og Eimskip og Actavis.

En eignarhaldsfélögin voru sérkennilegar peningamyllur þar sem gengu fyrir lánsfé – farið var inn í banka, sparisjóði og tryggingafélög og allir sjóðir tæmdir – og félög sem voru í ágætum rekstri tekin og skuldsett til andskotans.

Ágætur maður sagði í ræðu á Austurvelli stuttu eftir hrun:

„Það
 þarf
 að
 teikna
 upp
 nýtt
 hagkerfi, 
með
 nýjum
 leikstjórnendum
 og
 nýjum
 leikreglum.

Um
 flesta
 þætti 
þess
 er 
líklega 
breið 
samstaða. 
Flestir 
vilja 
bæði
 öflugan 
einkageira 
og
 opinberan
 geira.
 Sá
 síðarnefndi
 heldur
 uppi
 velferðarkerfi 
og
 tryggir
 öllum
 aðgang
 að
 góðri 
menntun
 og
 heilsugæslu.
 Hið 
opinbera
 setur
 leikreglurnar 
og 
sér
 til 
þess
 að
 þeim
sé 
fylgt. 
Þar 
þarf 
ýmsu 
að
 breyta.

Einkageirinn
 skapar 
verðmæti
 og
 skatttekjur.

 Hann
 þarf
 að 
losna 
við 
meinsemdir
 útrásarvíkinga,
 með 
öll 
sín
 eignarhaldsfélög, 
„Group“, 
bókhaldsbrellur, 
vogaðar
 stöður,
 skattaskjól, 
eigna 
og-
stjórnunartengsl,
 pólitísk
 tengsl 
og 
hvað 
þetta
 nú 
allt
 saman
 heitir. 
Þetta 
er
 hluti 
af 
því 
sem
 fara 
þarf 
á 
öskuhauga
 sögunnar.
 Ekkert
 af 
þessu
 skapaði 
nein
 raunveruleg 
verðmæti.

Í
 stað
 þess 
getur
 komið 
blómlegt
 atvinnulíf
 með
 fleiri
 og 
smærri
 fyrirtækjum,
 dreifðara
 en 
einfaldara 
eignarhaldi,
 meiri
 valddreifingu,
 meira 
gagnsæi,
 hraustlegri
 samkeppni,
 meiri
 nýsköpun,
 fleiri
 tækifærum 
fyrir 
alla. 
Opið,
 sanngjarnt og
 heilbrigt efnahagslíf.

Það 
þarf 
mörgu
 að 
breyta.
 Fyrst
 hugarfarinu.
 Sú
 hugmyndafræði
 sem
 kom
 okkur
 í 
núverandi 
stöðu 
er
 andlega
 gjaldþrota.

 Þeir 
sem
 fóru 
fyrir 
henni 
þurfa 
að 
víkja 
strax 
af 
sviðinu
 og
 láta öðrum eftir 
uppbygginguna.
 Hvort
 sem
 þeir 
eru
 í 
stjórnmálum,
 stjórnkerfinu, 
fyrirtækjarekstri, 
fara 
fyrir 
hagsmunasamtökum
 eða
 voru
 bara
 í 
klappliðinu.“

Ræðumaðurinn var Gylfi Magnússon sem síðar varð viðskiptaráðherra. Það er ekki víst að hann hafi farið að öllu leyti eftir þessu í störfum sínum. En áminningin er þörf.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Sigmundur Ernir skrifar: Valdaflokkarnir gáfu landsbyggðinni langt nef

Sigmundur Ernir skrifar: Valdaflokkarnir gáfu landsbyggðinni langt nef
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Arfleifð Egils í Borgarnesi

Óttar Guðmundsson skrifar: Arfleifð Egils í Borgarnesi
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sjálfstæðisflokkurinn: Innistæðulausir frasar – ætti heldur að hlusta en tala

Sjálfstæðisflokkurinn: Innistæðulausir frasar – ætti heldur að hlusta en tala
Eyjan
Fyrir 1 viku

Þorsteinn Pálsson: Hvers vegna voru tillögur um afturköllun umsóknar svæfðar í tíð Sigmundar Davíðs og Guðlaugs Þórs?

Þorsteinn Pálsson: Hvers vegna voru tillögur um afturköllun umsóknar svæfðar í tíð Sigmundar Davíðs og Guðlaugs Þórs?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ari Kr. Sæmundsen skrifar: Fjármálalesblinda

Ari Kr. Sæmundsen skrifar: Fjármálalesblinda
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Hin raunverulega ástæða fyrir málþófinu um veiðigjöldin

Orðið á götunni: Hin raunverulega ástæða fyrir málþófinu um veiðigjöldin