Í Kiljunni í kvöld höldum við Guðjón Friðriksson áfram að ganga um Fossvogskirkjugarð.
Við spjöllum um skáld sem lifðu kreppuna miklu og mótuðust í henni, Stein Steinarr, Ragnheiði Jónsdóttur, Tryggva Emilsson, Gunnar M. Magnúss og fleiri.
Við fjöllum um kvikmyndina Rokland sem er byggð á einni kröftugustu skáldsögu sem hefur komið út á Íslandi, samnefndri bók Hallgríms Helgasonar. Hallgrímur og leikstjóri myndarinnar Marteinn Þórsson koma í þáttinn.
Kolbrún Bergþórsdóttir og Páll Baldvin Baldvinsson fjalla um nýútkomna þýðingu Atla Magnússonar á Silas Marner eftir George Eliot og bók sem nefnist Sýnilegt myrkur. Hún kom nýskeð út í röð Lærdómsrita Bókmenntafélagsins. Í bókinni lýsir bandaríski rithöfundurinn William Styron glímu sinni við þunglyndi.
Bragi Kristjónsson talar um gleymda sagnahöfunda.